Flřtilei­ir

Gunnhildur ElÝasdˇttir

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

Fædd þann 11.11.1954 í Hrauni í Keldudal Dýrafirði.

Á 6 börn: Elías Þórarinn Jóhannsson f. 03041973,  Svanfríð Dögg Línadóttir f. 14091974, Hreiðar Snær Línason f. 29061979-d.04012002, Gunnar Jakob Línason f. 23031981, Elísa Ósk Línadóttir f. 16031989 og síðast en ekki síst barnabarnið og fósturbarnið Anton Líni Hreiðarsson f. 02071998. Að sjálfsögðu fylgir svo öllum þessum börnum makar og stór hópur af barnabörnum.

Af skólagöngu er það að segja að ég kláraði svokallað gagnfræðapróf 1971 og síðan hef ég lengst af stundað nám í skóla lífsins, sem á stundum hefur verið ansi krefjandi og erfitt. Hef reyndar verið dugleg að sækja allskonar námskeið bæði stutt og lengri, uppbyggileg og lærdómsrík.

Aðkoma mín að félagsmálum hefur verið mikil og má þar nefna: Kvenfélag, Rauða Krossinn, Verkalýðsfélag, Leikfélag og ýmislegt fleira.

Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á pólitík og þess vegna er ég komin á þennan stað, bæjarfulltrúi sem vill reyna að vinna mínu bæjarfélagi gagn

 

Póstfang: gunnhildurbe@isafjordur.is

Vefumsjˇn