Flřtilei­ir

Gisting

Í Ísafjarðarbæ er fjölbreytt úrval gististaða og ættu allir ferðamenn að geta fundið sér gistingu við sitt hæfi, hvort sem fólk langar að gista á hóteli eða gistiheimili, í þéttbýli eða sveit.

 

Ísafjörður

 

Gamla gistihúsið
Tveggja stjarna, reyklaust gistiheimili á tveimur hæðum í miðbæ Ísafjarðar. Gistirými er fyrir 19 manns í átta tveggja manna herbergjum og einu þriggja manna herbergi. Vaskur, sjónvarp og tölvutenging í hverju herbergi. Sameiginleg bað- og snyrtiaðstaða á hvorri hæð. Hægt er að fá barnarúm og dýnur fyrir yngstu gestina. Notaleg setustofa. Góð hljóðeinangrun er í húsinu. Morgunverður framreiddur í borðsal. Einnig er í boði svefnpokagisting með eldunaraðstöðu.
Vefsíða: http://www.gistihus.is/
Netfang: gistihus@gistihus.is
Sími: 456-4146, 897-4146, fax: 456-4446
Mánagötu 5, 400 Ísafjörður
Opið allt árið.

 

Hótel Ísafjörður
Þriggja stjarna heilsárshótel í hjarta bæjarins. Reyklaust hótel með 36 herbergjum með sturtu, sjónvarpi, síma og hárþurrku. Góð aðstaða til að taka á móti smærri og stærri hópum og  hentar því vel fyrir fundi og ráðstefnur. Á jarðhæð er veitingastaðurinn Við Pollinn. Ýmis sértilboð árið um kring, sjá nánar á vef hótelsins.
Vefsíða: http://www.hotelisafjordur.is/
Netfang: info@hotelisafjordur.is
Sími: 456-4111
Fax: 456-4767
Silfurtorgi 2, 400 Ísafjörður
Opið allt árið.

 

Hótel Edda
Tveggja stjörnu hótel er rekið á sumrin í Menntaskólanum á Torfnesi á vegum Hótels Ísafjarðar. Fjarlægð frá miðbæ Ísafjarðar og Hótel Ísafirði um 1 km. 40 gistiherbergi, þar af 10 nýuppgerð tveggja manna herbergi með baði. Öll herbergi reyklaus. Einnig boðið upp á svefnpokagistingu í rúmum í herbergjum eða í skólastofum. Tjaldsvæði með snyrtiaðstöðu í skólanum. Hægt að nýta setustofu hótelsins og kaupa  morgunverð. Staðsetning miðsvæðis og hentar vel einstaklingum og minni hópum. Gestamóttakan opin allan sólarhringinn. Ýmis spennandi tilboð á vef hótelsins.
Vefsíða: http://www.hoteledda.is
Netfang: edda@hoteledda.is
Sími: 444-4960
Menntaskólinn, Torfnesi, 400 Ísafjörður
Opið frá byrjun júní til 20. ágúst.
 
Litla gistihúsið
Uppbúin tveggja og eins manns herbergi með sjónvarpi. Herbergi með sér wc og aðgangi að sturtu og eldhúsi, en einnig herbergi með sameiginlegu baði og eldhúsaðstöðu. 

Vefsíða: guesthouselitla.is

Netfang: guesthouselitla@gmail.com

Sími: 893-6993
Sundstræti 43, 400 Ísafjörður
Opið allt árið.

 

Gisting Áslaugar - Faktorshúsið í Hæstakaupstað 

Faktorshús:

Vel búið hús í gömlum stíl en með nútíma þægindum.  Á efri hæð í Faktorshúsinu Hæstakaupstað,  byggt 1788. Herbergi með sér baði og eldunaraðstöðu/(brúðar)svíta/lítil íbúð. Rými fyrir 2-5 manns: tvær tvíbreiðar lokrekkjur auk bekks sem barn getur sofið á. Leiðsögn um húsið með söguskýringum ef óskað er. Veitingastofur á neðri hæð og salur á efri hæð, henta vel fyrir litla hópa. Þráðlaust netsamband. Aðstaða fyrir fundi og veislur. 

Í "Marsellíusar húsi":

Herbergi með handlaugum, sameiginlegum aðgangi að baðherbergjum og eldhúsi á gangi.  Uppbúin rúm eða svefnpokapláss.

Hæstikaupstaður er á miðri eyrinni, í miðbænum.

Vefsíða:  https://plus.google.com/102925127862817466046/about

Netfang: gistias@snerpa.is 
Sími: 899-0742
Hæstikaupstaður, 400 Ísafjörður 
Opið allt árið

 

Hótel Horn

Glænýtt hotel í hjarta Ísafjarðar.

Austurvegur 2

400, Ísafjörður

lobby@hotelhorn.is

www.hotelhorn.is

+354 456-4111

Fax+354 456-4767

Opið : 15/4-15/9

 

Húsið / Koddinn

Uppbúin rúm og svefnpokapláss

Hrannargata 2

400, Ísafjörður

+354 859-7855

lovisa@snerpa.is

 

GentleSpace gistiíbúðir – Mjallargata, Fjarðarstræti og Túngata

GentleSpace er fjölskyldufyrirtæki sem rekur þrjár gistiíbúðir í hjarta Ísafjarðarkaupstaðar með öll tilskilin leyfi. Þessar íbúðir eru smekklega og hlýlega innréttaðar með helstu nútíma þægindum.
Allar íbúðirnar eru með svalir eða sólpall, nýtt og fullbúið eldhús, uppbúin rúm, handklæði, sjónvarp, DVD, útvarp/CD, þvottavél og frítt Wi-Fi. Lokaþrif eru innifalin.
Gistiíbúðir eru skemmtilegur valkostur við gistingu á Ísafirði, þar sem einstaklingar, fjölskyldur, pör og smá hópar geta gist á mjög hagkvæman og þægilegan máta.

Vefsíða: www.gentlespace.is
Netfang: info@gentlespace.is

Sími: 892-9282 / 867-6657

Mjallargata 1, Fjarðarstræti 6 og Túngata 20
Opið allt árið.

 

Silfurgata 12

Notaleg gisting i gömlu nýuppgerðu húsi i hjarta Ísafjarðarbæar. Gisting fýrir 2-4 manns, stórt ameriskt rúm og svefnloft. Uppbúin rúm. Mjög stutt i alla þjónustu, svo sem veitingastaði, kaffihús, matvöruverslun, pósthús, banka o.s.frv.  Öll nauðsynleg tæki og áhöld til staðar.

www.massi.is/?cat=page&sm=196

massi@massi.is

862-5669, 863-5669

Silfurgata 12, 400 Ísafjörður

 

Miðtún – heimagisting

Þrjú rúmgóð og björt herbergi , þ.á.m. fjölskylduherbergi með barnarúmi, rúmgott tveggjamannaherbergi og stórt einstaklingsherbergi með möguleika á aukadýnu. Húsið stendur á fallegum, kyrrlátum stað í hlíðarbrekku Eyrarfjalls fyrir ofan íþróttasvæðið.  Sameiginleg snyrting og sturta. Uppbúin rúm og handklæði í hverju herbergi. Morgunverður í dagstofu þaðan sem útsýnið er frábært  yfir Pollinn, höfnina og Eyrina.  Einungis 5-10 mínútna gangur niður á Eyri þar sem eru veitingastaðir, verslunarmiðstöð, bókasafn, heilsugæsla o.fl. Reyklaust húsnæði.  Herbergin eru í fjölskylduhúsnæði þar sem heimilisfólk býr, en gestir eru út af fyrir sig. Á heimilinu er hundur (vinalegur og hljóðlátur Border Collie).

Netfang:  midtun.gisting@gmail.com

sími:  8923139, 4563139

Heimilisfang: Miðtún 16, 400 Ísafirði.

Sjá einnig  https://www.airbnb.com/rooms/1353799

Opið allt árið.

 

RH Apartments
Tvær íbúðir, sem hvor um sig rúmar allt að 6 manns.

Túngata 5

400, Ísafjörður

+354 892-2118

tung4160@simnet.is

 

Richtershús

Vel búið einbýlishús á tveimur hæðum í miðbæ Ísafjarðar, byggt 1903 en hefur verið algjörlega endurnýjað. Húsið er leigt í heild sinni og er fullbúið öllum helstu þægindum. Gistirými er fyrir 7 manns í 5 herbergjum – 3 herbergi með einstaklingsrúmum, 1 herbergi með tveimur rúmum og 1 herbergi með tvíbreiðu rúmi. Í húsinu er stórt baðherbergi með baði og sturtu, hárblásari fylgir. Einnig er  eitt lítið gestasalerni. Þvottavél er í húsinu og frítt WiFi. Uppþvottavél er í eldhúsi auk allra helstu þæginda. Utan dyra er stór pallur með húsgögnum, þar sem nýtur sólar allan daginn og stétt undir suðurhlíð hússins þar sem hægt er að njóta seinniparts sólar þar til hún hverfur bak við fjallið. Þar er einnig heitur pottur.

Gististaðurinn er opinn allt árið.

Netfang: gerdur@richtershouse.com

Sími: 840 4009

Vefsíða: http://www.richtershouse.com

Tangagata 6, 400 Ísafirði

 

Hnífsdalur

 

Fitjateigur, Hnífsdalur

Heimilisfang: Fitjateigur 3

Staður 410, Hnífsdalur

Sími863-0180

Fax

Netfang adjurik@simnet.is

Vefsíða www.homeaway.com/vacation-rental/p360194

 

 

Flateyri & Önundarfjörður

 

Ferðaþjónustan Grænhöfði
Íbúðir á Flateyri, dags- eða vikuleiga. Sundlaug staðarins í 100 m fjarlægð. Hægt að fá leigða báta hjá Kajakaleigu Grænhöfða, með eða án leiðsagnar.
Vefsíða: http://www.sjavarutvegur.is/sport/graenhofdi.htm
Netfang: jens@snerpa.is
Sími: 456-7762, 863-7662
Ólafstúni , 425 Flateyri
Opið allt árið.

 

Iceland ProFishing ehf

Smáhýsi við sjávarsíðuna, rúma allt að 6 manns.

Hafnarstræti 9

425, Flateyri

+354 456-6667

info@icelandprofishing.com

www.icelandprofishing.com

 

Solvahus

Gamalt, huggulegt og nýlega uppgert hús á Flateyri. Rúmar allt að 10 manns.

Hafnarstræti 13

425, Flateyri

+354 860-6062

flateyrivilla@gmail.com

 

Kirkjubjól í Bjarnardal

Heimilislegt gistiheimili á fallegum stað í Önundarfirði. Fimm tveggja manna herberki, með og án baðs. Aðgangur að eldhúsi, setustofu, sjónvarpi og internetinu. Margar fallegar gönguleiðir, 15 mínútna akstur á Ísafjörð.

Kirkjuból, Bjarnardalur

425, Flateyri

+354 456-7679

info@kirkjubol.is

 

Korpudalur
Gamalt býli sem breytt hefur verið í farfuglaheimili, innst í Önundarfirði, 17 kílómetra frá Ísafirði og 12 kílómetra frá Flateyri. Uppbúin rúm og svefnpokagisting, tjaldsvæði, morgunmatur, eldunaraðstaða, þráðlaust netsamband. Þvottavél og þurrkari. Gestir sóttir á næsta komustað, t.d. Ísafjörð, ef óskað er. Góðar gönguleiðir í nágrenninu og mikið fuglalíf. 
Vefsíða: www.korpudalur.is
Netfang: korpudalur@centrum.is
Sími: 456-7808, 892-2030
Korpudalur, Önundarfjörður
425  Flateyri
Opið 1. júní - 31. ágúst.

 

Holt
Friðarsetur, kirkju-, félags- og menningarmiðstöð. Gisting í íbúð og herbergjum, uppbúið og svefnpokapláss og eldunaraðstaða. Aðstaða fyrir fundi og ráðstefnur og hentar vel m.a. fyrir ættarmót
Vefsíða: http://www.holt.it.is
Netfang: holt@snerpa.is
Sími: 456-7611, 456-7783
Holt, 425 Flateyri
Opið allt árið. 


Þingeyri & Dýrafjörður

 

Gistihúsið Alviðru

Við leigjum út íbúðir í vikuleigu.

Staðsetning: Dýrafjörður 471,Þingeyri

Sími:895-0080 / 895-7179

Netfang:alvidra@snerpa.is


Núpur í Dýrafirði
Hótel Núpur er stærsta Hótel á Vestfjörðum með gistiaðstöðu fyrir u.þ.b. 120 manns. Einnig stórt tjaldsvæði. Í júní 2008 er m.a. fyrirhugað að bjóða uppá „Kærleiksdaga“, þar sem áhersla er lögð á svæða- og heilnud og heilun. Kökuhlaðborð alla sunnudaga kl. 15-17. Einnig er stefnt að því að bjóða uppá veiðiferðir (gæs, rjúpu og lax), berjatínslu, lengri sem skemmri gönguskíðaferðir o.fl.
Vefsíða: http://www.hotelnupur.is
Netfang: info@hotelnupur.is
Sími: 4568235 og 8649737
Núpi, 471 Þingeyri, 
Opnunartími 1. júní – 1. september. Eftir samkomulagi á öðrum árstímum.

Gistiheimilið Vera
Stúdíóíbúð, uppbúin rúm og svefnpokagisting, eldunaraðstaða.
Netfang: skuli@snerpa.is
Sími: 456-8232, 891-6832
Hlíðargötu 22, 470 Þingeyri
Opið allt árið.

 

Gistihúsið Við fjörðinn
Vel staðsett gistiheimili. Góð aðstaða er fyrir hópa og einstaklinga í herbergjum eða íbúðum. Uppbúin rúm eða svefnpokapláss. Tvö herbergi eru með baði. Eldunaraðstaða. Morgunverður er framreiddur í garðskála. Aðstaða fyrir hreyfihamlaða.
Vefsíða: http://www.vidfjordinn.is
Netfang: vidfjordinn@vidfjordinn.is
Sími: 456-8172, 847-0285
Aðalstræti 26, 470 Þingeyri
Opið allt árið.

 

Sandafell Þingeyri
Gistiheimili með 8 herbergjum. Veitingasalur opinn alla daga í sumar milli klukkan 10 og 22. Boðið upp á matarmiklar súpur, samlokur og kaffiveitingar.
Netfang: hotelsandafell@simnet.is
Sími: 456-1600
Hafnarstræti 7, 470 Þingeyri

 

Gistiheimilið Fjarðargötu 10

Uppábúin rúm. Eldunaraðstaða.

tsl@verkis.is

864-5050

Fjarðargata 10, 470 Þingeyri.

Opið allt árið

 

Höfði

Bændagisting í Dýrafirði

471, Þingeyri

+354 456-3042

hofdi@snerpa.is

 

Suðureyri & Súgandafjörður

 

Galtarviti
Hægt að fá Galtarvita leigðan í skemmri eða lengri tíma og er bæði verð og tímasetning samningsatriði. Galtarviti stendur í Keflavík sem er vík út af Súgandafirði og aðeins hægt að komast þangað gangandi, á snjósleða eða sjóleiðina þegar veður leyfir.
Vefsíða: http://www.galtarviti.com
Netfang: gukon@centrum.is
Keflavík út af Súgandafirði, 430 Suðureyri

 

Fisherman Hótel Suðreyri

Þriggja stjörnu gisting á nýlegu, fjölskylduvænu hóteli í vestfirsku sjávarþorpi. Uppbúin rúm, veitingahús, eldunaraðstaða. Opið allt árið.

Vefsíða: http://www.fisherman.is

Netfang: fisherman@fisherman.is

Sími: 450-9000

Aðalgötu 14, 430 Suðureyri

Opið allt árið.

66 Guesthouse
34 uppábúin rúm í nýju gistiheimili á Suðureyri. Borðsalur, morgunverður, góð sturtuaðstaða, sjónvarp og þráðlaust Internet.
Vefsíða: http://www.66guesthouse.is
Netfang: gisting@66guesthouse.is
Sími: 456-5566
Túngötu 2, 430 Suðureyri

 

 

Hornstrandir, Jökulfirðir og Snæfjallaströnd

 

Ferðaþjónustan Mávaberg, Bolungavík
Bolungavík á Hornströndum. Svefnpokagisting, eldunaraðstaða og tjaldsvæði. Þvottavél, aðgangur að síma, veitingar eftir samkomulagi. Boðið upp á fólks- og farangursflutninga með bátnum Sædísi - frá Norðurfirði, Bolungavík og Ísafirði - eftir samkomulagi.
Vefsíða: http://www.freydis.is/
Netfang: mavaberg@freydis.is
Sími: 456-7192, 852-8267, 893-6926
Bolungavík á Hornströndum, 401 Ísafjörður
Opið á sumartíma.

Hornbjargsviti
Svefnpokagisting í kojum eða rúmum, aðgangur að eldhúsi með öllum búnaði, sturta, salerni. Tjaldsvæði með aðgangi að vatnssalernum. Reglulegar bátaferðir úr Norðurfirði á Ströndum með Freydísi ehf.
Vefsíða: http://www.ovissuferdir.net
Netfang: ovissuverdir@ovissuferdir.net
Sími: 852-5219, 892-5219, 566-6752 
Látravík, Hornströndum, 401 Ísafjörður
Opið á sumartíma.

Ferðaþjónustan Reykjarfjörður
Svefnpokapláss í gömlu, nýuppgerðu húsi með pláss fyrir 22 gesti.  Einnig tvö lítil sumarhús með eldunaraðstöðu sem rúma 4-5 í kojum hvort. Tjaldsvæði, vatnsklósett og rennandi vatn, grill og borð og bekkir. Sundlaug og flugvöllur.
Netfang: reykjarf@mi.is
Sími: 456-7215, 853-1615
Reykjarfjörður nyrðri, 401 Ísafjörður
Opið á sumartíma.  

 

Ferðaþjónustan Grunnavík
Svefnpokagisting, tjaldsvæði, eldunaraðstaða, sturtur.
Vefsíða: http://www.grunnavik.it.is
Netfang: grunnavik@snerpa.is
Sími: 456-4664, 848-0511, 852-4819
Grunnavík, 401 Ísafjörður
Opið á sumartíma. 

Læknishúsið á Hesteyri
Kaffiveitingar, svefnpokagisting og eldunaraðstaða. Áætlunarferðir frá Ísafirði, seldar hjá Vesturferðum, s. 456-5111.
Hesteyri er mjög friðsæll og fallegur staður. Þaðan liggja gönguleiðir til allra átta, góð aðstaða fyrir kajaka og sjóskíði. 
Netfang: sossa@bolungarvik.is
Sími: 456-7183
Hesteyri, Jökulfjörðum
401 Ísafjörður
Opið á sumartíma.
 
Ferðaþjónustan Dalbær, Snæfjallaströnd
Ferðaþjónustan Dalbær býður upp á svefnpokagistingu, tjaldsvæði og léttar veitingar. Boðið er upp á morgun- og hádegisverð, kaffi og meðlæti. Einnig er hægt að fá kvöldverð ef pantað er fyrirfram.
Dalbær stendur í fallegu umhverfi og býður upp á fjölbreytta möguleika til styttri og lengri gönguferða.  
Sími: 898-9300
Tölvupóstur: thruman@simnet.is / slaugaj@hotmail.com
Dalbæ, Snæfjallaströnd, 401 Ísafjörður
Opnun 2008: 12. júní - 24 ágúst.

 

Vi­bur­adagatal
« Desember »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Vefumsjˇn