Flřtilei­ir

H˙saleigubŠtur

 

Ísafjarðarbær greiðir húsaleigubætur sem eru framtalsskyldar en ekki skattskyldar.

 

Hver getur sótt um  húsaleigubætur?


Til að geta sótt um húslaiegubætur þarf að uppfylla ákveðin skilyrði:

  • Allir sem leigja íbúðarhúsnæði og hafa þar lögheimili eiga rétt á að sækja um húsaleigubætur. Nemendur og langveikir eru undanþegnir skilyrðinu um lögheimili í íbúðinni. Ýmis önnur skilyrði eru þó fyrir rétti til húsaleigubóta.
  • Íbúðin þarf að vera samþykkt sem íbúðarhúsnæði og vera a.m.k. eitt svefnherbergi með eldhúsi og sér snyrtingu. Undanþegnir þessu ákvæði eru námsmenn á heimavistum og nemendagörðum og fatlaðir á sambýlum.
  • Framvísa þarf þinglýstum húsleigusamningi, nema leigusali sé sveitarfélagið, þá þarf samningur ekki að vera þinglýstur. Leigusamningur þarf að vera til minnst sex mánaða.

Bæturnar fara eftir fjölda barna 18 ára og yngri og eftir tekjum og eignum fjölskyldu, sem og leiguupphæð.
Með fjölskyldutekjum er átt við samanlagðar tekjur allra sem búa í íbúðinni og eru orðnir 20 ára. Það er þó heimilt að undanskilja tekjur barna umsækjanda ef þau eru í skóla í sex mánuði eða meira á árinu, þó þau séu orðin 20 ára.
Ekki er heimilt að greiða bætur aftur í tímann.
Þeir sem njóta vaxtabóta á árinu eiga ekki rétt á húsaleigubótum.

 

Hvar er sótt um húsaleigubætur og hvað þarf að fylga umsókn?
Umsóknareyðublöð liggja frammi á Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Einnig er hægt að sækja eyðublað á pfd formi hér.
Auk húsaleigusamnings þarf:

 

     staðfest afrit af síðustu skattframtölum þeirra er búa í íbúðinni og eru orðnir 20 ára
     afrit af launaseðlum síðustu þriggja mánuða. Hér er líka átt við greiðsluseðla lífeyrissjóða og Tryggingastofnunar og frá atvinnuleysisbótum
     staðfestingu frá skóla um nám barna umsækjanda sem eru eldri en 20 ára og stunda nám í sex mánuða eða lengur á árinu og búa í íbúðinni.

 

Umsóknum skal skila til Skóla- og fjölskylduskrifstofu fyrir 16. þess mánaðar sem óskað er bóta fyrir í fyrsta sinn.

 

Hvenær eru bætur greiddar út?
Réttur skapast þótt ekki hafi öll gögn borist með umsókn, en öll gögn verða að hafa borist innan tveggja mánuða frá því að umsókn var lögð inn.
Umsækjandi fær skriflegt svar við umsókn sinni þegar öll gögn hafa borist.
Húsaleigubætur eru greiddar út mánaðarlega, eftirá.

 

Hver er gildistími umsóknar?
Sækja þarf um húsaleigubætur árlega í upphafi hvers almanaksárs og gildir umsóknin til ársloka.
Umsókn þarf að hafa borist fyrir 16. janúar, eigi greiðsla bóta ekki að falla niður.

Vi­bur­adagatal
« Desember »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Vefumsjˇn