ţriđjudagurinn 22. mars 2011 - 09:09 |

Vilt ţú vera trúnađarmađur fatlađs fólks ?

Samkvæmt 2. gr. reglugerðar um trúnaðarmenn fatlaðs fólks nr. 172/2011 skulu þeir vera átta talsins og skiptast þeir milli landshluta með eftirfarandi hætti:

a. Á þjónustusvæði Reykjavíkur og Seltjarnarness starfi tveir trúnaðarmenn.
b. Kópavogur, Garðabær, Álftanes, Mosfellsbær og Kjós hafi einn trúnaðarmann.
c. Hafnarfjörður og Suðurnes hafi einn trúnaðarmann.
d. Vesturland og Vestfirðir hafi einn trúnaðarmann.
e. Norðurland vestra, Akureyri og Norðurþing hafi einn trúnaðarmann.
f. Austurland og Hornafjörður hafi einn trúnaðarmann.
g. Vestmannaeyjar og Suðurland hafi einn trúnaðarmann.

Helstu verkefni: Trúnaðarmenn skulu fylgjast með högum fatlaðs fólks og vera því innan handar við réttindagæslu hvers konar.

Trúnaðarmaður skal vera sýnilegur í störfum sínum, halda reglulega fundi með fötluðu fólki á sínu svæði og standa fyrir fræðslu fyrir fatlaða einstaklinga og þá sem veita þeim þjónustu.

Um frekari verkefni trúnaðarmanna fatlaðs fólks vísast til reglugerðar um trúnaðarmenn fatlaðs fólks nr. 172/2011. Hæfniskröfur: ·
Reynsla og þekking á málefnum fatlaðs fólks er nauðsynleg. · Menntun sem nýtist í starfi er æskileg. · Leitað er eftir einstaklingum sem eru liprir í mannlegum samskiptum, taka frumkvæði og geta unnið sjálfstætt.

Ráðgert er að skipa trúnaðarmenn til eins árs til að byrja með meðan unnið er að lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk. Velferðaráðherra ákvarðar vinnuskyldu og þóknun trúnaðarmanna

Frekari upplýsingar veita Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, sími 588-9390 / 861-2752, netfang fridrik@throskahjalp.is og Lilja Þorgeirsdóttir framkvæmdastjóri ÖBÍ, sími 530-6700 / 869-0224, netfang lilja@obi.is.

Þeir sem hafa áhuga á ofangreindum störfum skili umsóknum eigi síðar en 22. mars n.k. rafrænt á ofangreind netföng merkt Trúnaðarmaður eða bréfleiðis til Landssamtakanna Þroskahjálpar, Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík eða til ÖBÍ, Hátúni 10, 105 Reykjavík.

 

Frétt fengin af Þroskahjálp

Vefumsjón