Húsreglur

1. Leigjandi ber ábyrgð á íbúðinni og öllum búnaði hennar meðan á leigutíma stendur. Leigutími er frá 12 á hádegi til klukkan 12 á heádegi næsta dags.

 

2. Leigjandi skuldbindur sig til að bæta það tjón sem verða kann af hans völdum eða þeirra sem dvelja með honum.

 

3. REYKINGAR ERU STRANGLEGA BANNAÐAR

 

4. Skrá skal nafn sitt í gestabók. Koma þarf með rúmföt og handklæði með sér.

 

5. Öll rafmagnstæki skulu vera ótengd nema ísskápur og skrúfað fyrir vatn á þvottavél þegar farið er.

 

6. Ef garðhúsgögn eru notuð þá vinsamlegast takið þau inn og setjið stólana í skáp í hjónaherberginu. Tvö ferðarúm eru einnig geymd í skáp í hjónaherberginu.

 

7. Athugið að allir gluggar séu lokaðir og sömuleiðis garðhurð.

 

8. Fjarlægið alla matarafganga, hendið rusli og einnota tuskum.

 

9. Þurrkið af, þvoið vask og klóset, ryksugið mottu og þurrmoppið eða blautmoppið gólfin. Ef það eru óhrein viskustykki eða gólfklútar setjið það í opinn plastpoka við þvottavél.

 

10. Umsjónarmaður er Árný í síma 456-3921 og 8948263. Einnig er hægt að hafa samband við Auði í síma 456-7434 og 8486016.

Vefumsjón