Flřtilei­ir

Golfvellir

Tungudalsvöllur
Tungudalsvöllur er við mynni Tungudals í Skutulsfirði. Aðalvöllur er fremur stuttur en mjög krefjandi 9 holu völlur í fjölbreyttu landslagi sem krefst nákvæmni í höggum á flatir. Nýr 6 holu völlur handan Tunguár hentar mjög vel byrjendum og háforgjafarmönnum. Völlurinn er í Tungudal, um 4 km. frá miðbæ Ísafjarðar, beygt frá aðalvegi við Seljaland. Tjaldstæði og aðstaða fyrir húsbíla er við enda vallarins. Nýr golfskáli var tekinn í notkun 1999. Veitingasala, golfvörur, bolta- og golfsettaleiga, baðaðstaða, þvottavél og þurrkari fyrir ferðamenn, kerrugeymsla og góð félagsaðstaða. Völlurinn stendur í mjög fögru umhverfi í Tungudal, sem er útivistarparadís Ísfirðinga.

 

Púttvöllur er við Dvalarheimilið Hlíf við Torfnes á Ísafirði.

 

Golfklúbbur Ísafjarðar:
Formaður: Tryggvi Guðmundsson
Móholti 7
400 Ísafjörður

 

Meðaldalsvöllur

Í Meðaldal, vestur af Þingeyri, er 9 holu golfvöllur.

 

Golfklúbburinn Gláma:
Formaður: Birgir Karlsson
Vallargötu 10
470 Þingeyri

Vefumsjˇn