Skammtímavistun Sindragötu

Ísafjarðarbær starfrækir skammtímavistun er rekin sem þjónustustofnun samkv. lögum um málefni fatlaðra. Fjölskyldur fatlaðra barna eiga kost á því að börn þeirra njóti tímabundinnar dvalar á skammtímavistun. Þjónustunni er ætlað að létta álagi af fjölskyldum fatlaðra barna og stuðla með þeim hætti að því að börn geti búið sem lengst í heimahúsum. Lengd dvalartíma er breytileg eftir fötlun og aðstæðum hverju sinni.

 

Forstöðumaður er Ásta María Guðmundsdóttir

Netfangið er astagu@isafjordur.is

Sími: 868-0550

Vefumsjón