Styrkur vegna námskostnađar og verkfćra- og tćkjakaupa fatlađra

Vakin er athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 27 gr. laga nr.59/1992 um málefni fatlaðra og reglugerðar nr. 550/1994 um styrk vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra.

Heimilt er að veita fötluðum aðstoð vegna félagslegrar hæfingar og endurhæfingar sem hér segir:


1. Styrk til verkfæra- og tækjakaupa eða aðra fyrirgreiðslu vegna heimavinnu eða sjálfstæðrar starfsemi að endurhæfingu lokinni.
2. Styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga.
Svæðisskrifstofur eða sveitarfélög, sbr. 13. gr., annast mat á þörf á aðstoð skv. 1.—2. tölul.
Félagsmálaráðherra setur reglugerð um framkvæmd þessara ákvæða, svo sem skilyrði sem uppfylla þarf til að njóta aðstoðarinnar og viðmiðunarreglur um fjárhæð styrkja.


Samkvæmt reglugerðinni er heimilt að veita styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda teljist námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk til verkfæra- og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðum að skapa sér atvinnu.

Umsóknir skulu berast á þar til gerðu eyðublaði félagsmálaráðuneytisins ásamt greinargerð. Umsókninni skal skilað til Ísafjarðarbæjar og þar er einnig hæg að nálgast umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar.

Vefumsjón