Hjálparliđasjóđur Sjálfsbjargar

Forsaga og markmið sjóðsins


Margir hreyfihamlaðir einstaklingar sem leggja í ferðalög, hvort sem er innanlands eða utan, geta ekki ferðast án aðstoðarmanns. Kostnaður ferðarinnar fyrir hinn hreyfihamlaða er því tvöfaldur.

 

Hjálparliðasjóður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra var stofnaður árið 1997 með það að markmiðið að auðvelda hreyfihömluðum að ferðast. Stofnfé sjóðsins var framlag Rauða kross Íslands kr. 5.000.000. Stjórn sjóðsins er skipuð tveimur fulltrúum frá Sjálfsbjörg lsf. og einum frá RKÍ. Reglur um Hjálparlið Sjálfsbjargar, lsf. voru samþykktar í apríl 1997 og var fyrst úthlutað eftir þeim það sumar.

 

Í reglum sjóðsins segir að unnið skuli að markmiði sjóðsins með því að úthluta úr honum til greiðslu kostnaðar vegna hjálparliða fyrir hreyfihamlaða á ferðalögum. Sjóðnum er einnig ætlað að leita að hæfum hjálparliðum, halda réttindanámskeið fyrir þá og hafa slíka hjálparliða á skrá.

 

Núverandi staða


Á þeim sjö árum sem styrkjum hefur verið úthlutað úr sjóðnum hafa að meðaltali 35 einstaklingar sótt um styrki á ári. Úthlutun hefur numið allt að helmingi ferðakostnaðar.

 

Þess hefur verið farið á leit við nýjan félagsmálaráðherra að hann leggi málefninu lið til að allir eigi jafna möguleika til ferðalaga

Markhópur:

Hreyfihamlaðir

Tilgangur:

Að greiða kostnað vegna hjálparliða fyrir hreyfihamlaða á ferðalögum.

Upplýsingar:

Sjálfsbjörg, Hátúni 12, 105 Reykjavík, sími: 5500-300 eða www.sjalfsbjorg.is

Vefumsjón