Styrktarfélag fatlađra

Styrktarfélagið er styrktar-og hagsmunafélag fatlaðra á Vestfjörðum. Félagið er aðildarfélag í Landssamtökunum Þroskahjálp og tekur þátt í að móta stefnu í málefnum fatlaðra á þeim vettvangi.

 

Allir geta gerst félagsmenn í Styrktarfélagi fatlaðra á Vestfjörðum. Fólk með fötlun, aðstandendur fatlaðra og starfsfólk í þjónustu við fatlaða er sérstaklega hvatt til að gerast félagar.

 

Stjórn Styrktarfélagsins sér um að úthluta styrkjum úr arfsjóði Bræðratungu en sá sjóður styrkir fólk með þroskahömlun sem er að stofna heimili til húsbúnaðarkaupa en einnig til endurnýjunar húsbúnaðar ef við á.

 

Einnig hefur Styrktarfélagið úthlutað sumarleyfisstyrkjum til fólks með fötlun á Vestfjörðum. Pönnukökusala í janúar og félagsgjöldin eru fjáröflunarleiðir okkar í Styrktarfélaginu.

 

Félagið hefur milligöngu um að fá foreldraráðgjafa frá Sjónarhóli, ráðgjafamiðstöð fyrir sérstök börn, á Ísafjörð 1-2 á ári og oftar ef þarf.

 

Ætlunin er að vera með fræðslu fyrir fatlaða og aðstandendur árlega og eru allar hugmyndir um fræðslu vel þegnar.

 

Styrktarfélagið starfar með hagsmuni fatlaðra í huga og fylgist með að stofnanir og sveitfélög veiti fötluðum þá þjónustu sem þeim ber. Félagið á fulltrúa í Svæðisráði fatlaðra og er í sambandi við trúnaðarmann fatlaðra eftir þörfum.

 

Til að gerast félagi í Styrktarfélagi fatlaðra sendið tölvupóst á arnybjorg@gmail.com eða styrktarfelag@hotmail.com

Fyrir þá sem ekki geta sent póst má hringja í Helgu Björk Jóhannsdóttur í síma 848-2097.

 

Félagsgaldið er 2000 kr. og greiðist það með gíróseðili í júní ár hvert.

Vefumsjón