Saga Styrktarfélags fatlađra á Vestfjörđum

Styrktarfélag fatlaðra Vestfjörðum var stofnað árið 1976 af bæði aðstandendum fatlaðra og einstaklingum sem höfðu áhuga á að fólk með fötlun fengi að flytja í sína heimabyggð. Á þeim tíma var engin stofnun eins og það hét þá á Vestfjörðum. Árið 1978 var stofnuð bygginganefnd og ráðist var í allsherjar söfnun sem tókst vel. Komu þeir bræður Sigurjón og Bjarni Halldórssynir til hjálpar með því að leyfa afnot af landi sínu í Tungu sem þeir síðar færðu félaginu til eignar. Ríkið tók síðan við og byggði húsnæðið en Styrktarfélagið gaf allan húsbúnað, einnig færði Styrktarfélagið íbúum sér útbúin bíl. Árið 1984 var heimilið tilbúið og fékk nafnið Bræðratunga. Þetta voru mikil tímamót fyrir þá fatlaða einstaklinga sem höfðu þurft að búa á stofnunum bæði í Reykjavík og öðrum landshlutum. Tímarnir breytast, í dag er engin stofnun fólk býr í eigin íbúðum eða leigir.


Styrktarfélagið hefur einnig komið til hjálpar og úthlutað styrkjum úr arfsjóði til kaupa á húsbúnaði fyrir þá sem eru að stofna sín fyrstu heimili. Þessi sjóður kom til vegna sölu á landi því er Bræðratunga stóð á, úr þessum sjóð er eingöngu greitt til fólks með þroskahömlun enda var það vilji þeirra bræðra er þeir gáfu jörðina á sínum tíma. Einnig hefur félagið styrkt fólk með fötlun bæði börn og fullorðna til sumardvalar.


Styrktarfélagið rekur íbúð í Kópavogi að Gullsmára 5. Íbúðin er 3ja herbergja á fyrstu hæð og er vel búin og aðgengi fyrir fatlaða mjög gott. Allir félagsmenn geta sótt um en fatlaðir og aðstandendur þeirra hafa forgang og borga lægri leigu, enda íbúðin keypt á sínum tíma til að auðvelda fólki sem þurfti að vera langtímum saman í burtu frá heimilum sínum vegna sérfræðiþjónustu. Hægt er að leigja íbúðina í lengri eða skemmri tíma allt eftir því hvað hverjum og einum hentar.

Vefumsjón