Svćđisskrifstofur og tengiliđir

Þjónustusvæði Svæðisskrifstofu Suðurlands nær yfir þrjár sýslur, Árnessýslu, Rangárvallasýslu og V-Skaftafellssýslu. Á hennar vegum eru reknar 9 þjónustueiningar: 5 heimili/þjónustuíbúðir, þar af 3 á Selfossi, 1 í Hveragerði og 1 í Þorlákshöfn, skammtímavistun á Selfossi, verndaður vinnustaður/hæfingarstöð á Selfossi og útibú í Þorlákshöfn og frekari liðveisla sem er þjónusta við íbúa í svokallaðri sjálfstæðri búsetu, eða íbúðum út í bæ. Þá er í boði aðstoð við atvinnuleit og stuðningur á almennum vinnumarkaði. Skrifstofan veitir ráðgjöf til fatlaðs fólks og aðstandenda þeirra og ráðgjafar eru einnig til samstarfs og stuðnings við aðrar stofnanir sem veita fólki með fötlun þjónustu.

Fjörður, Fjarðargötu 13-15, 6. hæð
220 Hafnarfjörður
Sími: 525 0900
Fax: 525 0909

Starfssvæði Svæðisskrifstofunnar eru sveitarfélög sem áður tilheyrðu Reykjaneskjördæmi: Garðabær, Grindavík, Hafnarfjörður, Kjósarhreppur, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjanesbær, Sandgerði, Seltjarnarnes, sveitarfélagið Álftanes, sveitarfélagið Garður og sveitarfélagið Vogar.

Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi vinnur að framgangi laga um málefni fatlaðra á starfssvæðinu. Hún býður fötluðu fólki margvíslega þjónustu svo sem langtímabúsetu, skammtímadvöl, hæfingu og starfsþjálfun. Þessi fjölbreytta þjónusta styrkir möguleika fatlaðs fólks til aukinnar sjálfsbjargar og virkari samfélagsþátttöku. Svæðisskrifstofan annast einnig víðtæka upplýsingamiðlun og ráðgjöf til fatlaðs fólks og aðstandenda þeirra.

SSR er ríkisstofnun sem starfar á vegum félagsmálaráðuneytisins

SSR veitir fötluðu fólki í Reykjavík þjónustu, bæði börnum og fullorðnum

SSR veitir fjölskyldum og aðstandendum fatlaðs fólks ráðgjöf og þjónustu

SSR vinnur að framgangi laga um málefni fatlaðra (sjá lög nr. 59/1992)


Grundvöllur að starfi SSR var lagður árið 1979 með lögum um málefni þroskaheftra. Árið 1982 tóku við lög um málefni fatlaðra sem náðu til allra sem voru andlega eða líkamlega fatlaðir. Þau voru endurskoðuð 1992

SSR er nú (haust 2005) starfandi á yfir 40 stöðum í Reykjavík. Þessir staðir skiptast í 31 sambýli og áfangastaði, 2 heimili fyrir börn, 5 íbúðakjarna með frekari liðveislu, 2 dagþjónustur og 3 skammtímavistanir auk aðalskrifstofunnar að Síðumúla 39

Fjöldi einstaklinga sem daglega nýtir sér þjónustu SSR er um 750

Starfsmenn SSR eru yfir 575

Aðalskrifstofa SAust, Tjarnarbraut 39 B, Egilsstöðum. Þar fer fram stjórnun, rekstur, starfsmannahald, þróun og uppbygging þjónustunnar á Austurlandi. Þar er jafnframt veitt stoðþjónustu fyrir börn og fullorðna í öllum sveitarfélögum á Austurlandi. Stoðþjónusta er m.a.: Ráðgjöf, atvinna með stuðningi, stuðningsfjölskyldur, skammatímavist og frekari liðveisla. Þá eru veittir styrkir til verkfæra og tækjakaupa svo og styrkir til greiðslu námskostnaðar.
Útibú aðalskrifstofu í Fjarðabyggð er í Neskaupstað.

Vesturafl er starfsendurhæfing fyrir fólk með skert lífsgæði sem vegna veikinda eða aðstæðna getur ekki tekið virkan þátt í samfélaginu, í vinnu eða inni á heimili.Til þess geta talist geðsjúkdómar, krabbamein, hjartasjúkdómar, langtíma atvinnileysi og ýmislegt fleira. Í miðstöðinni er boðið upp á fjölbreytta þjónustu við hæfi hvers og eins.Þar hefur fólk tækifæri til að veita aðstoð þegar þeim líður vel og fá aðstoð þegar illa gengur.

Vefumsjón