Flřtilei­ir

HÚra­sdˇmur Vestfjar­a

Hafnarstræti 9, 400 Ísafirði.

  • Sími: 456 3112
  • Fax: 456 4864

Opnunartími:  09.00 til 15.30 
Netfang:  heradsdomur.vestfjarda@domstolar.is - Vefur: http://www.domstolar.is/vestfirdir

 

Héraðsdómur Vestfjarða er einn af átta héraðsdómstólum landsins. Umdæmi hans skiptist í tvær dómþinghár, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 395/1998.  Eftirtalin sýsluumdæmi heyra til umdæmis hans: Umdæmi sýslumannanna í Bolungarvík, á Hólmavík, á Ísafirði og á Patreksfirði.

 

Hlé eru á reglulegum dómþingum mánuðina júlí og ágúst svo og frá 20. desember til 6. janúar, að báðum dögum meðtöldum ár hvert. Þá falla regluleg dómþing niður á lögboðnum frídögum.

 

Við Héraðsdóm Vestfjarða starfar einn dómari sem jafnframt er dómstjóri. Þá starfar við dómstólinn einn skrifstofumaður og einn löglærður aðstoðarmaður dómara.

 

Helstu mál sem koma til kasta dómstóla eru almenn einkamál sem eru þingfest á reglulegum dómþingum að undangenginni stefnubirtingu og opinber mál sem eru höfðuð af ákæruvaldinu og þingfest að undangenginni birtingu fyrirkalls sem dómari gefur út. Ýmsum öðrum málum er beint til dómstóla og þau rekin þar eftir nánari fyrirmælum í lögum.

Vefumsjˇn