Flřtilei­ir
f÷studagurinn 3. febr˙ará2017 - 09:08 | Menningarmßl

71 ßrs afmŠli Sundhallar ═safjar­ar

Heildarmynd af svŠ­inu
Heildarmynd af svŠ­inu
1 af 3

Á 71 árs afmæli Sundhallar Ísafjarðar, þann 1. febrúar sl., tilkynnti dómnefnd í hugmyndasamkeppni um aukna og bætta íþróttaaðstöðu í Sundhöll Ísafjarðar niðurstöður samkeppninnar.

Umræður um sundaðstöðu á Ísafirði hafa farið fram um langt árabil og hafa verið af tvennum toga. Annarsvegar hefur verið kallað eftir 25 metra laug sem hentaði til keppni og æfinga fyrir afreksfólk. Hinsvegar hefur íbúa lengi dreymt um að hafa skemmtilega útiaðstöðu fyrir fólk á öllum aldri sem auðgar mannlíf Ísafjarðar. Hönnunarsamkeppninni um Sundhöll Ísafjarðar var ætlað að fanga hið síðar viðfangsefni.

 

Leitað var eftir snjöllum hugmyndum með það að markmiði að finna tillögu sem myndi auka og bæta íþrótta- og baðaðstöðu Sundhallar Ísafjarðar á heildstæðan hátt með góðu fyrirkomulagi og vandaðri byggingarlist til samræmis við núverandi byggingu. Sérstaka áherslu átti að leggja á útipotta og endurbætur aðstöðu, svo sem varðandi aðgengi, klefa, gufu og almenna íþróttaaðstöðu.

 

1. verðlaun hlutu Kanon arkitektar og mættu þau Halldóra Bragadóttir, Helgi B. Thóroddsen, Þórður Steingrímsson og Þorkell Magnússon, arkitektar og eigendur að Kanon arkitektum á afhendingu verðlaunanna.

2. verðlaun hlutu Dark Studio og 3. verðlaun hlutu VA Arkitektar.

 

Allar tillögur sem bárust í samkeppnina verða til sýnis á 2. hæð Stjórnsýsluhúss Ísafjarðar fram til 13. febrúar n.k. og mælum við með því að þið gerið ykkur ferð í Stjórnsýsluhúsið til að skoða tillögurnar. Dómnefndarálitið má nálgast á heimasíðu Ísafjarðarbæjar.

 

Dómnefndina skipuðu: Tilnefnd af bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Kristín Hálfdánsdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir, arkitekt og tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands arkitektarnir Olga Guðrún Sigfúsdóttir og Helgi Steinar Helgason

 

Sjá einnig: http://www.kanon.is/portfolio/sundholl-isafjardar/ og http://www.isafjordur.is/utanadkomandi/skra/1055/

 

 

Vi­bur­adagatal
« Nˇvember »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Vefumsjˇn