Flřtilei­ir
f÷studagurinn 4. nˇvemberá2011 - 14:01 | Menningarmßl

┴rstÝ­irnar fjˇrar Ý H÷mrum

Sunnudaginn 6.nóvember kl. 15:00 verður eitt þekktasta og vinsælasta verk tónbókmenntanna, Árstíðirnar fjórar eftir Antonio Vivaldi, fluttar í Hömrum á Ísafirði. Árstíðirnar eru  fjórir einleikskonsertar fyrir fiðlu og strengjasveit, og ber hver konsert heiti árstíðar - sumar vetur, vor og haust. Tónlistin lýsir hinum ólíku árstíðum á skemmtilegan hátt og má m.a. heyra storminn þjóta, gaukinn gala, hundinn gelta og þyt veiðilúðranna. Það er Maksymilian Frach,  15 ára fiðlunemandi í Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem leikur einleikinn í öllum konsertunum og með honum leika 5 aðrir hljóðfæraleikarar á fiðlur, víólu, selló og píanó.

Tónleikarnir eru tæpur klukkutími að lengd og eru forráðamenn hvattir til að sækja þá ásamt börnum sínum sem eru nemendur í skólanum.

Aðgangur er ókeypis.

 

Maksymilian Haraldur Frach er fæddur á Ísafirði árið 1996, sonur tónlistarhjónanna Janusz og Iwonu Frach sem þar hafa búið og starfað frá árinu 1994. Maksymilian hóf fiðlunám hjá föður sínum aðeins 5 ára gamall og fljótt kom í ljós að hér var mikill efnispiltur á ferð.. Maksymilian hefur verið í hljómsveit Tónlistarskóla Ísafjarðar frá upphafi og leikið einleik með henni. Hann lék með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands haustin 2009 og 2010. Þá hefur hann tekið þátt í ýmsum verkefnum, verið fulltrúi skólans við fjölmörg tækifæri og hlotið ýmsar viðurkenningar, m.a.aðalverðlaun Tónlistarskóla Ísafjarðar sl.vor. Maksymilian hefur fleiri  áhugamál en tónlist. Hann stundar sund og gönguskíði og hefur gaman af að ferðast. Hann eyðir sumrunum í faðmi fölskyldu sinnar í Póllandi og sækir þá einnig tónlistarnámskeið.

Maksymilian er nú í 10.bekk Grunnskólans á Ísafirði og lýkur því grunnskólaprófi næsta vor. Framtíðin er enn ekki ráðin en ljóst er að fiðlan og tónlistin verða þar í aðalhlutverki.

Vi­bur­adagatal
« Nˇvember »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Vefumsjˇn