Flřtilei­ir
f÷studagurinn 16. j˙nÝá2017 - 11:52 | A­alskipulag

Auglřsing um breytingartill÷gur ß A­alskipulagi ═safjar­arbŠjar 2008-2020

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar auglýsir hér með tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 við afrennslissvæði Mjólkárvirkjana, Arnarfirði.

 

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti 4. maí 2017 tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Breytingarnar felast í stækkun virkjunar úr 8,1 MW í allt að 12,05 MW með aukinni miðlun og rennsli í gegnum vélar virkjunarinnar. Gera á þrjá veituskurði og tvær stíflur á svæði Hófsárveitu efri og einn veituskurð við Tangavatnsmiðlun. Framkvæmdunum fylgir lagning 3,5 km vinnuvegar að framkvæmdasvæðinu við Hófsárveitu efri.  

 

Breytingartillögur og umhverfisskýrsla verða til sýnis á bæjarskrifstofunum að Hafnarstræti 1 frá og með föstudeginum 16. júní nk. til þriðjudagsins 1. ágúst 2017 og hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík. Tillögurnar er einnig til sýnis á heimasíðu Ísafjarðarbæjar, www.isafjordur.is.

 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillögurnar til þriðjudagsins 1. ágúst 2017. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1.

 

Sjá einnig:

http://www.isafjordur.is/innranet/annad_utgefid_efni/skra/1085/

http://www.isafjordur.is/innranet/annad_utgefid_efni/skra/1084/

 

 

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar

Vi­bur­adagatal
« Nˇvember »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Vefumsjˇn