Flřtilei­ir
laugardagurinn 8. aprÝlá2017 - 13:27 | Menningarmßl

Blßi bankinn - Kynningarfundur

Þann 16. mars síðastliðinn gerðu Ísafjarðarbær, Nýsköpunarmiðstöð og Landsbankinn, auk fleiri einkaaðila, með sér samkomulag um að koma upp samvinnurými í útibúi Landsbankans á Þingeyri sem kallast Blábankinn. Þetta rými mun verða vettvangur til að veita og þróa þjónustu fyrir íbúa svæðisins, ásamt því að gefa íbúum og gestum tækifæri til að hittast, læra, uppgötva, skapa og vinna saman.

 

Stofnaðilar bjóða til kynningar á þessu spennandi verkefni.

 

Kynningin fer fram í Félagsheimilinu á Þingeyri þriðjudaginn 11. apríl kl. 17:30 og verður að kynningu lokinni rölt yfir í Blábankann. Dagskráin verður svohljóðandi:

Inngangur                                   

      Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri

Frá hugmynd til framkvæmdar

      Alain De Cat, fjárfestir

6 stoðir Blábankans                

      Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari

      Sigríður Kristjánsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands

      Sævar Ríkharðsson, útibússtjóri Landsbankans

Hlutverk fyrirtækjanna                                  

      Wouter Van Hoeymissen                        

Næstu skref                                                        

      Þórdís Sif Sigurðardóttir

Spurningar og hugmyndavinna

Vi­bur­adagatal
« Nˇvember »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Vefumsjˇn