Flřtilei­ir
mi­vikudagurinn 6. nˇvemberá2013 - 08:11 | Menningarmßl

Bˇkaver­laun barnanna

ElÝsabet Kristjßnsdˇttir og Sˇlveig Perla Veigarsdˇttir Olsen
ElÝsabet Kristjßnsdˇttir og Sˇlveig Perla Veigarsdˇttir Olsen

Í dag voru afhent á Bæjar- og héraðsbókasafninu á Ísafirði verðlaun í leiknum Bókaverðlaun barnanna. Tvær stúlkur voru svo heppnar að fá bók í vinning, þær Elísabet Kristjánsdóttir og Sólveig Perla Veigarsdóttir Olsen sem sjást á meðfylgjandi mynd.  

Börn á aldrinum 6-12 ára fá ár hvert að kjósa um þær bækur sem þeim þykja bestar. Kosið er annars vegar um íslenska, frumsamda bók og hins vegar um þýdda bók.

 

Hér á Ísafirði tóku 50 börn þátt og kosningin fór á þennan veg:

1.-2. sæti: Rökkurhæðir: Kristófer eftir Birgittu E. Hassel og Mörtu Hlín Magnadóttur og Grímsævintýri: ævisaga hunds eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur.

3.-4.. sæti: Rökkurhæðir: ófríður og Hvolpalíf: sönn saga úr Reykjavík eftir Sirryju Skarphéðins

 

Á landsvísu var Aukaspyrna á Akureyri eftir Gunnar Helgason vinsælasta bókin.

 

Fyrir þýddar bækur:

1. sæti: Dagbók Kidda klaufa: svakalegur sumarhiti eftir Jeff Kimney

2. sæti: Kafteinn Ofurbrók og tiktúrurnar í Tappa Teygjubrók.

3. sæti: Ronaldo, Skúli Skelfir og íþróttadagurinn og Judy Moody bjargar heiminum.

 

Dagbók Kidda klaufa: svakalegur sumarhiti þótti einnig skemmtilegasta þýdda barnabókin landsvísu.

Starfsfólk bóksasafnsins vill þakka öllum krökkum sem tóku þátt að þessu sinni!

Vi­bur­adagatal
« Desember »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Vefumsjˇn