Flřtilei­ir
f÷studagurinn 14. nˇvemberá2014 - 11:03 | Menningarmßl

Dagur Ýslenskrar tungu Ý Edinborg

Dagur íslenskrar tungu verður haldinn hátíðlegur 16. nóvember 2014 klukkan 15:00 í Rögnvaldarsal í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Ingi Björn Guðnason bókmenntafræðingur og Tapio Koivukari munu halda erindi. Ingi Björn segir um erindi sitt Orð og áhrif á Degi íslenskrar tungu "Á Degi íslenskrar tungu er við hæfi að velta fyrir sér orðum enda eru þau byggingarefni tungumálsins. Orðin eru allt í kringum okkur í töluðu og rituðu máli. Þau geyma hugsanir okkar, minningar, sögu og tilfinningar. Í erindinu verður sjónum einkum beint að ýmsum skáldskap sem fjallar um orð, virkni þeirra og áhrif. Meðal skálda og rithöfunda sem við sögu koma eru, Jónas Hallgrímsson, Einar Benediktsson, Sigfús Daðason, Dagur Sigurðarson og Jón Kalman Stefánsson. Einnig verður vikið stuttlega að Degi íslenskrar tungu og öðrum sérstökum dögum sem helgaðir eru ákveðnu efni, tilgangi þeirra og gildi."

 

Tapio Koivukari hefur lært íslensku síðan hann fyrst kom til landsins 1989 og notar málið dags daglega enda eiginkona hans er Hulda Leifsdóttir frá Ísafirði. Hann hefur þýdd íslenskar bókmenntir, bæði sögur, leikrit og

ljóð, og send frá sér helling af sögum, nokkuð af leikrítum og smávegis af ljóðum. Ljóðin hefur hann oft endurort á íslensku. Tapio ætlar að lesa ljóð og segja frá tilurð þeirra. 

 

Boðið verður upp á kaffi og kleinur  aðgangur ókeypis

 

Dagskrá þessi er styrkt af  Menningarráði Vestfjarða og Ísafjarðarbæ

Vi­bur­adagatal
« Desember »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Vefumsjˇn