Flřtilei­ir
fimmtudagurinn 4. septemberá2014 - 15:40 | Menningarmßl

╔g hlusta ß vindinn

Sýningin Ég hlusta á vindinn verður sýnd  í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 9. og 10. september. 

Leikararnir Marjo Lahti og Henna-Riikka Nurmi hafa þýtt og stílfært sýninguna Puhu tuuli purteheni sem útlegst á íslensku Ég hlusta á vindinn. Sýningin hefur verið vinsæl  í Finnlandi frá árinu 2009 þegar hún var frumsýnd.

Þetta er fjölskyldusýning, sérstaklega sniðin að börnum allt frá 3 mánaða til 5 ára þó allir geti notið sýningarinnar sem er persónuleg, litrík og skemmtileg.  Hugmyndin að sýningunni byggir á foreldrahlutverkinu og hinu einstaka sambandi milli barns og foreldris. Söngvar og textar sem farið er með eru úr Kanteletar úr Kalevala og Eddu kvæðum. 

Sýnt verður í  Edinborgarsal á ísafirði þriðjudaginn 9. september kl. 11:00 og miðvikudaginn 10. september kl. 16:oo.  Barnahelli Norræna hússins laugardaginn 6. sept. og sunnudaginn 7. sept. kl. 14. Sýningin fer fram á íslensku og finnsku og tekur u.þ.b. 45 mín.  Leikarar eru:  Marjo Lahti og Henna-Riikka Nurmi.   

Henna-Riikka Nurmi er dansari og danskennari á Ísafirði og hefur kennt í Listaskóla Rögnvaldar frá árinu 2005.  Hún lærði dans í Listaháskólanum í Turku og leiklistaháskóla í Helsinki.  Marjo Lathi er leikari og leiklistakennari frá leiklistahálskólanum í Helsingi og í Stadia í Finnlandi.  Henna hefur búið á Ísafirði frá árinu 2005 og  Marjó býr í Finnlandi en ver sumrum á Flateyri þar sem hún á sumarhús.

Miðaverð er 1500 kr fyrir eitt barn og einn fullorðinn. Ef fleiri koma úr sömu fjölskyldu kostar miðinn 500 kr. fyrir hvern. 

Menningarráð Vestfjarða og Íslensk-finnski menningarsjóðurinn  styrkja sýninguna.

Nánari upplýsingar gefur Henna í síma 868-3861 eða í hennariikka.nurmi@gmail.com

sjá einnig meðfylgjandi slóð

http://www.pohjanmaanperheteatteri.fi/Ohjelmisto/Sivut/Eg_hlusta_a_vindinn.html

http://www.norraenahusid.is/forsidu-frettir/nr/2162

Vi­bur­adagatal
« Nˇvember »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Vefumsjˇn