Flřtilei­ir
f÷studagurinn 16. desemberá2011 - 09:07 | Frß bŠjarstjˇra

Fjßrhagsߊtlun ═safjar­arbŠjar fyrir ßri­ 2012 afgreidd me­ tŠplega 40 m.kr. afgangi

Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2012 var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar í gær. Gert  er ráð fyrir því að samstæða Ísafjarðarbæjar verði rekin með um 40 m.kr. afgangi þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að afkoma Fasteigna Ísafjarðarbæjar og þjónusturýma aldraða verði samanlagt neikvæð um 100 m.kr.

 

Áætlað veltufé frá rekstri, sem er það fé sem eftir er til að greiða af lánum og nýta til fjárfestinga, er um 375 m.kr.  sem er um 40 m.kr. umfram afborganir skulda. Skuldastaða samstæðu Ísafjarðarbæjar er áætluð í árslok 2011 um 173% af ársveltu en ef skuldir Fasteigna Ísafjarðarbæjar eru teknar út fyrir sviga er hlutfallið um 135% sem er vel viðunandi. Gert er ráð fyrir að skuldir verði greiddar niður um 200 m.kr. og að fjárfest verði fyrir um 200 m.kr.

 

Almennt hækka gjaldskrár um 5%, en þó eru leikskólagjöld og fasteignaskattar undanskyldir. Þó hefur verið gerð sú breyting á að 4 klst fimm ára afsláttur í leikskólum verður felldur niður. Leikskólagjöld hafa nú verið óbreytt í tvö ár. Fasteignagjöld hafa verið hækkuð  0,45% í 0,65% en vatnsgjald og holræsagjald hafa verið lækkuð sem því nemur svo gjöld húseigenda ættu að verða óbreytt.

 

Verulega á að draga úr launakostnaði bæjarins eða um rúmar 100 m.kr.  á milli ára. Það verður fyrst og fremst gert með því að draga úr yfirvinnu en einnig er gert ráð fyrir að um 10 færri stöðugildi verði hjá sveitarfélaginu á árinu 2012 en voru á þessu ári. Það verður gert með því að draga úr ráðningum eins og hægt er þegar starfsfólk lætur af störfum.

 

Helstu fjárfestingar bæjarins á næsta ári verða bygging hjúkrunarheimilis og gerð ofanflóðamannvirkja.

Vi­bur­adagatal
« Nˇvember »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Vefumsjˇn