Flřtilei­ir
mßnudagurinn 4. septemberá2017 - 13:08 | Menningarmßl

Fyrstu tˇnleikar TˇnlistarfÚlagsins

Fyrstu tónleikar Tónlistarfélags Ísafjarðar á starfsárinu 2017-2018  verða lí Hömrum laugardaginn 9.september kl. 16:30, en þar kemur fram ungur píanóleikari og tónskáld,Tanja Hotz.  Tanja kemur frá Sviss en á uppruna sinn að rekja til Vestfjarða, dóttir tónlistarkonunnar Salbjargar Sveinsdóttur frá Hnífsdal. Tónleikar hennar verða kynntir betur í næstu viku.

 

Nýlega hélt Tónlistarfélag Ísafjarðar aðalfund sinn, þar sem kjörin var ný stjórn og lagðar línurnar fyrir starfsemi félagsins á næstu misserum. Formaður félagsins var kjörinn Steinþór Kristjánsson en aðrir í stjórn eru Guðmundur Grétar Níelsson, Peter Weiss, Sigríður Ragnarsdóttir og Sigrún Pálmadóttir.

Aðalverkefni félagsins hafa ávallt verið rekstur Tónlistarskóla Ísafjarðar og fjölbreytt tónleikahald. Stjórnin vinnur nú að því með bæjaryfirvöldum að rekstur skólans verði framvegis í höndum sveitarfélagsins eins og er í öllum sveitarfélögum landsins utan Reykjavíkur. Vonast er til að því ferli ljúki fyrir næsta starfsár skólans árið 2018-2019. Skólinn og félagið eiga 70 ára afmæli á næsta ári og mun þess verða minnst með veglegum hætti með ýmsum minni og stærri upákomum. 

Tónleikahald félagsins hefur ávallt verið öflugt, og fjölbreytt, en af ýmsum ástæðum hefur það verið óvenju dauft síðustu misserin. Nú eru menn að bretta upp ermar og  er stefnt að því að næsta starfsár verði fjölbreytt og spennandi.

 

Viku eftir tónleika Tönju Hotz, laugardaginn 16.september, verða fyrstu áskriftartónleika félagsins í Hömrum. Þá heimsækir okkur skemmtihljómsveitin Mandólín, sem er skipuð sjö hljóðflæraleikurum á fjölbreytt hljóðfæri. Þetta eru Alexandra Kjeld, Ástvaldur Traustason, Bjarni Bragi Kjartansson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Guðrún Árnadóttir, Martin Kollmar, Óskar Sturluson og Sigríður Ásta Árnadóttir. Mandólín leikur þjóðlög, tangóa, leikhústónlist og annað sem fær hjörtun til að slá örar.

Laugardaginn 7.október verða árlegir minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar, sem voru miklir brautryðjendur í ísfirsku tónlistarlífi um áratuga skeið. Þar kemur fram tríóið Sírajón, skipað Ísfirðingnum Önnu Áslaugu Ragnarsdóttur á píano, Einari Jóhannessyni á klarinett og Laufeyju Sigurðardóttur á fiðlu. Á dagskránni verður frönsk tónlist, einkum tengd leikhúsinu.

Í nóvember verða svo 2.áskriftartónleikarnir. Þá heimsækir Ísafjörð einn fremsti óperusöngvari Íslendinga af yngri kynslóðinni, tenórinn Elmar Gilbertsson og flytur ljóðasöngva eftir Schumann og óperuaríur ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur pianoleikara. Þess má geta að Helga Bryndís er nátengd Ísafirði.

Tónlistarfélagið heldur ferna áskriftartónleika á hverju starfsári og verða tónleikar Mandolins og Elmars  fyrstu áskriftartónleikarnir á þessu starfsári.  Tónlistaráhugafólk er hvatt til að skrá sig í félagið með því að hafa samband við formanninn Steinþór Kristjánsson (s.896 0538) eða skrifstofu skólans (s.450 8340).

Vi­bur­adagatal
« Desember »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Vefumsjˇn