Flřtilei­ir
f÷studagurinn 19. ßg˙stá2011 - 10:12 | FramkvŠmda- og rekstrarsvi­

Gˇ­ur gangur Ý sorpflokkun

Sorpflokkun í Ísafjarðarbæ hefur gengið ágætlega síðan nýtt sorphirðukerfi var innleitt fyrir tæpum átta mánuðum. Hlutfall endurvinnsluefna hefur að meðaltali verið 18% af heildarþyngd heimilissorps, en líta verður til þess að eðlisþyngd endurvinnsluefna er talsvert lægri en annars heimilissorps sem fer til urðunar svo rúmmálshlutfallið er talsvert hærra.

 

Í apríl var heildarmagn heimilissorps rúm 48 tonn og hlutfall endurvinnslusorps einungis 7%. Síðan þá hefur hlutfall endurvinnslusorps aukist talsvert og var 21% í maí, 16% í júní, 23% í júlí og 22% það sem af er ágústmánuði.

 

Alltaf er hægt að gera betur og vilja bæjaryfirvöld skora á íbúa að slaka hvergi á í sorpflokkun heldur frekar bæta í. Þess má geta að hvert tonn af sorpi sem fer til urðunar frekar en til endurvinnslu kostar bæjarsjóð 33 þúsund krónur.

 

Heimilissorp í Ísafjarðarbæ:

 

Tímabil

Almennt sorp

Endurvinnsluefni

Hlutfall endurvinnsluefna

Apríl

45.100

3.320

7%

Maí

50.200

10.380

21%

Júní

52.140

8.580

16%

Júlí

49.980

11.360

23%

Ágúst

24.840

5.460

22%

Vi­bur­adagatal
« Nˇvember »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Vefumsjˇn