Flřtilei­ir
fimmtudagurinn 23. j˙nÝá2011 - 10:16 | Ţmsar tilkynningar

Hßvar­ur ä═sfir­ingurô leggur af sta­

DanÝel Jakobsson kvaddi Hßvar­ og ˇska­i honum gˇ­s gengis.
DanÝel Jakobsson kvaddi Hßvar­ og ˇska­i honum gˇ­s gengis.

Hjólagarpurinn Hávarður Tryggvason „Ísfirðingur“ lagði upp í hjólreiðaferð um Vestfirði í gær til styrktar Grensásdeild sem hluti af átakinu Á rás fyrir Grensás. Hávarður lagði af stað frá Ísafirði og kvaddi Daníel Jakobsson bæjarstjóri hann á Silfurtorgi. Hávarður hjólar sem leið liggur vestur yfir heiðar, í gegnum Bíldudal og Patreksfjörð, Flókalund, innfirði Breiðafjarðar, Steinadalsheiði, Hólmavík og Ísafjarðardjúp aftur til Ísafjarðar. Alls er þetta tæplega 700 kílómetra vegalengd og 5.000 metrar í hækkanir yfir fjallvegi.

 

Þeim sem vilja heita á Hávarð er bent á heimasíðu Grensásdeildar www.grensas.is undir liðnum Á rás fyrir Grensás  eða á söfnunarreikning átaksins, reikningsnúmer: 311-26-3110, kennitala: 670406-1210.

 

Ísafjarðarbær óskar Hávarði alls hins besta á leið sinni um fjórðunginn.

Vi­bur­adagatal
« ┴g˙st »
S M Ů M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Vefumsjˇn