Flřtilei­ir
mi­vikudagurinn 30. jan˙ará2013 - 08:04 | FrŠ­sla

Hjar­eldi ■orsks ß Vestfj÷r­um

Miðvikudaginn 30. janúar kynnir Graham Gains, meistaranemi í haf- og strandsvæðastjórnun, lokaritgerð sína um hjarðeldis þorsks á Vestfjörðum en verkefnið ber titilinn Cod Ranching in the Westfjords: A Political, Social and Spatial Analysis. Kynningin fer fram á ensku í gegnum Skype netsíma og hefst klukkan 15.00 í stofu 1-2 í Háskólasetri Vestfjarða. Allir áhugasamir velkomnir.

 

Leiðbeinendur verkefnisins eru Björn Björnsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun og Gunnar Páll Eydal, umhverfisfræðingur og kennari við Haf- og strandsvæðastjórnun hjá Háskólasetri Vestfjarða. Prófdómari er Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.

 

Í verkefninu fæst Graham Gains við tvær eftirfarandi rannsóknarspurningar: 1. Til hvaða löggjafa og opinberu stefna þarf að taka tillit til svo unt sé að gera hjarðeldi að hagkvæmri starfsemi? 2. Hvar á Vestfjörðum er hentugast að staðsetja hjarðeldi að teknu tilliti til félagslegra og efnahagslegra þátta?

Vi­bur­adagatal
« Nˇvember »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Vefumsjˇn