Flřtilei­ir
mi­vikudagurinn 8. febr˙ará2012 - 08:28 | FramkvŠmda- og rekstrarsvi­

Kynningarfundur um ofanflˇ­avarnir Ý Glei­arhjalla

Miðvikudaginn 8. febrúar klukkan 20 verður haldinn kynningarfundur um frummatsskýrslu vegna ofanflóðavarna neðan Gleiðarhjalla á Ísafirði. Fundurinn verður haldinn á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði.
Varnargarðarnir verða ofan við byggðina og er ætlað að verja íbúðabyggð.
Fundurinn var fyrst á dagskrá 10. janúar en hefur í tvígang verið frestað vegna ófærðar.

Dagskrá:


1. Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, setur fundinn og fer lauslega yfir efni hans.
2. Kristín Martha Hákonardóttir frá Verkís fer yfir frumathugun.
3. Böðvar Þórisson frá Náttúrustofu Vestfjarða kynnir frummatsskýrslu.
4. Erla Bryndís Kristjánsdóttir frá Teiknistofunni Eik kynnir landmótun, tillögu að mótvægisaðgerðum.

Vi­bur­adagatal
« Nˇvember »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Vefumsjˇn