Flřtilei­ir
mßnudagurinn 11. nˇvemberá2013 - 15:19 | Ţmsar tilkynningar

Ljˇsin sl÷kkt ß Bˇkasafninu

Nú stendur yfir Norræna bókasafnavikan og er um að ræða árlegan viðburð sem að þessu sinni fer fram dagana 11.-17. nóvember. Þessi bókasafnavika er sú sautjánda í röðinni og eins og nafnið bendir til þá eru þátttakendur bókasöfn á Norðurlöndum. Undanfarin ár hafa einnig bókasöfn í Eystrarsaltslöndunum verið að slást í hópinn. Hver bókasafnavika hefur sérstaka yfirskrift og að þessu sinni er hún „Vetur á Norðurlöndum“.

Í tilefni af bókasafnavikunni verður stutt dagskrá á Bókasafninu Ísafirði föstudaginn 15. nóvember og hefst hún kl 17:00. Bjóðum bæjarbúum að eiga með okkur notalega stund við kertaljós og boðið verður upp á léttar veitingar. Jóna Símonía Bjarnadóttir les texta sem lesinn er á öllum bókasöfnum sem taka þátt í viðburðinum. Að því loknu flytur Kvennakór Ísafjarðar nokkur lög.

Meðfylgjandi er auglýsingaspjald Norrænu bókasafnavikunnar 2013. Hægt er að nálgast það á http://bibliotek.org/is/ þar sem jafnframt eru veittar frekari upplýsingar um viðburðinn.

Viljum einnig nota tækifærið og minna á tilboð á DVD-myndum, 2-fyrir-1 alla föstudaga og laugardaga í vetur.

Allir velkomnir.

Vi­bur­adagatal
« Nˇvember »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Vefumsjˇn