Flřtilei­ir
f÷studagurinn 2. desemberá2011 - 15:02 | Fer­amßl

M÷rg stˇr skemmtifer­askip ß lei­ til ═safjar­ar 2013

Bókanir skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar fara mjög vel af stað fyrir sumarið 2013. Carnival, stærsta skemmtiferðaskipafélag í heimi, hefur ákveðið að bæta Ísafirði inn sem viðkomustað það sumar og hefur lagt inn pöntun fyrir sex skipakomum. Aurora, Arcadia, Oriana, Queen Victoria og Queen Elizabeth koma þá til Ísafjarðar. Öll eru þetta stór skip og þau tvö síðastnefndu meðal mestu lúxusskipa í heimi.

 

Aida Cruises skipafélagið mun einnig hefja siglingar til Ísafjarðar sumarið 2013, en félagið er eitt það stærsta í Evrópu. Þá hefur Holland America Line skipafélagið, sem rekur meðal annars skipin Maasdam og Prinsendam, ákveðið að hefja aftur siglingar til Ísafjarðar sumarið 2013 eftir nokkurra ára hlé.

 

Þessu til viðbótar hafa reglulegir viðskipavinir Ísafjarðarhafnar þegar byrjað að bóka komur sínar fyrir þarnæsta sumar.

Vi­bur­adagatal
« Nˇvember »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Vefumsjˇn