Flřtilei­ir
mßnudagurinn 19. ßg˙stá2013 - 13:25 | Stjˇrnsřslusvi­

Nřr svi­sstjˇri stjˇrnsřslu- og fjßrmßlasvi­s

Þórdís Sif Sigurðardóttir hefur verði ráðin sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Ísafjarðarbæjar. Þórdís er lögfræðingur að mennt, uppalin í Borgarnesi og starfar nú sem sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst. Áður en Þórdís hóf störf á Bifröst starfaði hún sem lögfræðingur hjá Landsbankanum, BNB Consulting, FL Group og KPMG. Þórdís hefur verið liðtæk í íþróttum frá blautu barnsbeini, stundaði meðal annars frjálsar íþróttir og blak. Þórdís, er gift Gunnlaugi Ingivaldi Grétarssyni og eiga þau saman tvö börn.

 

Staða sviðstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs var auglýst í byrjun júlí og sóttu tólf um starfið. Ráðningarferlið var í höndum bæjarráðs Ísafjarðarbæjar sem fékk ráðgjafafyrirtækið Capacent sér til aðstoðar.  Bæjarráð var einróma í ákvörðun sinni um ráðningu Þórdísar.

 

„Okkur hefur lengi langað til að flytja vestur. Þegar ég sá starfið auglýst, sá ég fyrir mér krefjandi starf sem gæti orðið til þess að draumurinn rættist. Það hefur verið gaman að fylgjast með hversu samstilltur Ísafjörður getur verið t.d. í tengslum við Aldrei fór ég suður og Skíðavikuna, sem mér finnst aðdáunarvert. Sú orka sem er til staðar virðist vera ótrúleg. Það er ekki í hverju sveitarfélagi þar sem mannlífið og menningin er eins öflugt og á Ísafirði. Ég hlakka til að búa á Ísafirði, þar sem ég get verið virkur þátttakandi í samfélagi þar sem framlag hvers einstaklings skiptir máli. Ég hlakka líka til að mæta í brekkurnar í vetur og langar að leggja mitt að mörkum til íþróttastarfs bæjarins.

Ég trúi að sá uppgangur sem hefur verið á Vestfjörðum sé bara byrjunin. Það er fullt af spennandi verkefnum í gangi og það er fullt af tækifærum sem bíða eftir að vera gripin", segir Þórdís um nýja starfsvettvanginn.

Vi­bur­adagatal
« Desember »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Vefumsjˇn