Flřtilei­ir
mßnudagurinn 7. desemberá2015 - 15:16 | Ţmsar tilkynningar

Ëve­ur Ý a­sigi

Um fátt er nú rætt annað en væntanlegan veðurofsa og viljum við hvetja fólk til að fylgjast vel með á heimasíðu almannavarna, www.almannavarnir.is. Óvíst er hvaða áhrif veðrið mun hafa á skólastarf og almenningssamgöngur á morgun, en gangi veðurspár eftir má búast við talsverðri ófærð.

Starfsfólk Ísafjarðarbæjar kappkostar að halda stofnunum opnum, en búast má við að skólastarf verði að einhverju leyti óhefðbundið. Viljum við hvetja foreldra til að taka enga áhættu varðandi færð og veður, enginn þarf að hafa áhyggjur af mætingarskyldu í skólum á morgun. Áður en lagt er af stað ætti fólk að skoða heimasíður einstakra grunn- og leikskóla ef svo skyldi fara að ekki verði hægt að halda opnu.

Þá viljum við minna fólk á talhólfsnúmer strætisvagna, 878-1012, þar sem kemur fram hvort og þá hvaða ferðir falla niður. Að endingu viljum við biðja fólk um að sýna biðlund varðandi snjómokstur og aðstoða við að hreinsa frá niðurföllum ef leysingar verða miklar á morgun.

Vi­bur­adagatal
« Desember »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Vefumsjˇn