Flřtilei­ir
■ri­judagurinn 17. septemberá2013 - 14:30 | Menningarmßl

S÷gustund fyrir b÷rn ß bˇkasafninu

Fimmtudag 19.september n.k. mun Dagbjört Ásgeirsdóttir barnabókahöfundur og leikskólakennari heimsækja okkur og lesa upp úr nýútkominni bók sinni Gummi og dvergurinn úrilli. Bókin er sjálfstætt framhald af bókinni Gummi fer á veiðar með afa sem kom út í fyrra og er jafnframt önnur bókin af fimm í bókaröðinni um þá félaga Gumma og Rebba.

Bækurnar henta vel fyrir börn allt frá 2 til 10 ára og hafa fengið mjög góðar viðtökur hjá lesendum sem gagnrýnendum. Sögurnar um Gumma og Rebba þykja henta vel þegar unnið er með málskilning og orðaforða, hvort sem er í skólanum eða heima. Hefur fyrsta bókin talsvert verið notuð í þeim tilgangi bæði í leik- og grunnskólum.

Sögustundin hefst kl. 17 og hvetjum við alla krakka til að mæta. Foreldrar þeirra eru auðvitað einnig velkomnir.

Vi­bur­adagatal
« Desember »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Vefumsjˇn