Flřtilei­ir
f÷studagurinn 30. maÝá2014 - 13:16 | Umhverfis- og eignasvi­

Tilbo­ ˇskast Ý verki­ äVogarh˙s ß Su­ureyriô

Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðum í byggingu vogarhúss á Suðureyri. Um er að ræða þann hluta hússins sem byggður er úr timbri, þ.e. efri hæð hússins. Grunnflötur efri hæðar er um 34 m² og 113 m³. Verkið felur í sér byggingu timburbyggingar ofan á steinsteypta neðri hæð hússins. Í verkinu felst einnig frágangur innanhúss og að klæða húsið að utan með liggjandi báruálsklæðningu.

Helstu magntölur eru:

Áætlaður útveggjaflötur: 128 m²

Áætlaður þakflötur: 48 m²

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. september 2014.

Útboðsgögn verða afhent hjá Tækniþjónustu Vestfjarða, Aðalstræti 26, 2.h.h., 400 Ísafirði frá og með þriðjudeginum 10. júní 2014. Tilboðin verða opnuð á sama stað 20. júní 2014 klukkan 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Vi­bur­adagatal
« Desember »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Vefumsjˇn