Flřtilei­ir
mi­vikudagurinn 18. febr˙ará2015 - 10:59 | Umhverfis- og eignasvi­

Verndar- og stjˇrnunarߊtlun Dynjanda

Umhverfisstofnun í samstarfi við Ísafjarðarbæ og landeigendur RARIK hóf vinnu við gerð verndar- og stjórnunaráætlunar fyrir náttúruvættið Dynjanda í Arnarfirði í október 2014. Tillagan er hér með lögð fram til kynningar.

 

Dynjandi og aðrir fossar í Dynjandisá ásamt umhverfi þeirra var friðlýst sem náttúruvætti árið 1981. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda fossastigann í ánni sem hefur orðið til vegna lagskiptingar bergsins í hraunlög og lausari millilög. Náttúruvættið Dynjandi er mikilvægt í hugum margra og hefur margvíslegt gildi fyrir fólk, samfélag og náttúru.  Eitt helsta leiðarljós fyrir verndun náttúruvættisins og viðhald gilda þess er að ná sátt um málefni þess, nýtingu og verndun.

 

Megin markmið með gerð verndar- og stjórnunaráætlunar fyrir náttúruvættið Dynjanda er að leggja fram stefnu um verndun þess og hvernig viðhalda eigi verndargildi svæðisins í sátt við landeigendur, heimamenn og aðra hagsmunaaðila. Sérstaða náttúruvættisins er mikil og  með áætluninni er stefnt að því að standa vörð um og efla jákvæða ímynd svæðisins.

 

Frestur til að skila inn athugasemdum er til þriðjudagsins 31. mars 2015. Hægt er að skila inn athugasemdum á netfangið ust@ust.is eða senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

 

Nánari upplýsingar veitir Hákon Ásgeirsson á hakon@ust.is eða í síma 591-2000.

http://www.ust.is/einstaklingar/nattura/verndaraaetlanir-i-vinnslu/dynjandi/

 

Drög að verndar og stjórnunaráætlun má nálgast með því að smella hér (pdf)

Vi­bur­adagatal
« Nˇvember »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Vefumsjˇn