Flřtilei­ir
mi­vikudagurinn 9. septemberá2015 - 15:33 | FrŠ­sla

VÝsindaport - Aukin ■ßtttaka almennings Ý ßkvar­anat÷ku

Tilraunir til að auka þátttöku almennings sem virkra borgara í rafrænum heimi  hafa verið teygðar í ýmsar áttir. Annars vegar er sífellt háværari krafa almennings um að fá að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda. Á sama tíma eru sífellt fleiri þátttakendur, í slíku ferli, tortryggnir í garð yfirvalda og upplifa að verið sé að ráðskast með skoðanir fólks til að afla stuðnings við ákvarðanatöku. Of oft hafa stofnanir litla möguleika á að nálgast  almenning þar sem tækin sem þær ráða yfir horfa eingöngu til stofnunarinnar sjálfrar en ekki fólksins sem þær vilja nálgast. Í þessu Vísindaporti mun Jamie Alley líta til nýlegrar rannsóknar sem var unnin fyrir kanadíska sjávarútvegsráðuneytið og sýnir hvernig aðferðir sem koma til móts við þarfir þátttakendanna, og notast við fjölbreytt verkfæri, leiða til mun gagnlegri og ánægjulegri niðurstöðu fyrir alla þátttakendur.

Jamie Alley er kanadískur landfræðingur, sem hefur sérhæft sig í  sjávartengdri umhverfisstjórnun með áherslu á stjórnvöld og opinberar stefnur. Jamie hefur verið einn af kennurum Háskólaseturs frá því árið 2011 og kennir áfangann Integrated Coastal Zone Management (Samþætt strandsvæðastjórnun).

Vísindaport hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs. Erindið verður flutt á ensku og er opið fyrir alla áhugasama.

Vi­bur­adagatal
« Nˇvember »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Vefumsjˇn