Flřtilei­ir

HŠttumat fyrir ═safjar­arbŠ

Hættumat vegna ofanflóða á Ísafirði, Hnífsdal, Flateyri, Suðureyri og Þingeyri var unnið af Veðurstofu Íslands á vegum hættumatsnefndar Ísafjarðarbæjar. Umhverfisráðherra skipaði nefndina í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats.

 

Hættumat fyrir Ísafjörð og Hnífsdal
Vinna við hættumat fyrir Ísafjörð og Hnífsdal hófst árið 1998 og vettvangskönnun fór fram þá um sumarið. Niðurstöður hættumatsins voru kynntar á opnum borgarafundi 19. júní 2002 og lágu síðan frammi til kynningar í fjórar vikur. Skriflegar athugasemdir við hættumatið bárust frá fjórum íbúum. Fjallað var um athugasemdirnar í hættumatsnefnd sem og greinargerð Veðurstofu Íslands um þær. Nefndarmenn voru sammála um að þessar athugasemdir gæfu ekki tilefni til að endurskoða hættumatið. Munnleg ósk barst frá íbúa um að stækka hættumetna svæðið við Skutulsfjörð út fyrir Hnífsdalsveg 27 og vann Veðurstofa Íslands nýtt hættumatskort með þeirri breytingu. Þessi breyting var kynnt með tilkynningu í Bæjarins besta 12. mars 2003 og var hið nýja kort til sýnis á bæjarskrifstofunni á Ísafirði í fjórar vikur án þess að athugasemdir bærust. Nefndin samþykkti á fundi 9. apríl 2003 að leggja þetta hættumatskort fram sem tillögu sína að hættumati fyrir Ísafjörð. Hættumatið var staðfest af umhverfisráðherra 9. maí 2003.

 

Hættumat fyrir Flateyri
Vinna við hættumat fyrir Flateyri hófst árið 2003 og vettvangskönnun fór fram þá um haustið. Niðurstöður hættumatsins voru kynntar á opnum borgarafundi 11. maí 2004 og lágu síðan frammi til kynningar í fjórar vikur. Ein athugasemd barst. Megininntak hennar sneri að snjóflóðavarnargörðum sem reistir hafa verið á Flateyri og hvernig hætta er metin neðan þeirra. Einnig voru gerðar almennar athugasemdir við hættumatið og forsendur þess. Fjallað var um athugasemdina í nefndinni og leitað skýringa Veðurstofu Íslands, en ekki þótti tilefni til að endurskoða hættumatið vegna hennar. Hættumatið var staðfest af umhverfisráðherra 17. nóvember 2004.

 

Hættumat fyrir Suðureyri
Vinna við hættumat fyrir Suðureyri hófst árið 2003. Niðurstöður hættumatsins voru kynntar á opnum borgarafundi 9. mars 2005 og lágu síðan frammi til kynningar í fjórar vikur. Engar athugasemdir bárust. Hættumatið var staðfest af umhverfisráðherra 30. ágúst 2005.

 

Hættumat fyrir Þingeyri
Vinna við hættumat fyrir Þingeyri hófst árið 2003. Niðurstöður hættumatsins voru kynntar á opnum borgarafundi 9. mars 2005 og lágu síðan frammi til kynningar í fjórar vikur. Engar athugasemdir bárust. Hættumatið var staðfest af umhverfisráðherra 30. ágúst 2005.

 

Vefumsjˇn