Flřtilei­ir

Skipulag

Mikilvægt er að íbúar Ísafjarðarbæjar fylgist með þeirri skipulagsvinnu sem fram fer hverju sinni í Ísafjarðarbæ og geri athugasemdir á meðan skipulagið er enn í vinnslu telji þeir ástæðu til. Allar breytingar á skipulagi svo og tillögur að nýju skipulagi ber að kynna almenningi í að minnsta kosti í fjórar vikur áður en skipulag er samþykkt í bæjarstjórn og gefa fólki þannig færi á að skila inn athugasemdum sínum. Á vef Skipulagsstofnunar er að finna greinargott yfirlit yfir lög og reglugerðir varðandi skipulags- og umhverfismál. Þar eru einnig leiðbeiningar um skipulagsmál.

Skipulagsáætlanir skiptast í þrjá flokka: svæðisskipulag, aðalskipulag og deildiskipulag.

 

Skipulagssjá Skipulagsstofnunar. Hér má sjá gildandi deiliskipulag.

 

Svæðisskipulag
Svæðisskipulag er skipulagsáætlun sem tekur yfir fleiri en eitt sveitarfélag. Hlutverk svæðisskipulags er að samræma stefnu um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar á svæðinu á minnst 12 ára tímabili.

 

Aðalskipulag 
Skipulagsáætlun fyrir tiltekið sveitarfélag þar sem fram kemur stefna sveitarstjórnar um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar í sveitarfélaginu á minnst 12 ára tímabili.

 

Deiliskipulag  
Skipulagsáætlun fyrir afmarkaða reiti innan sveitarfélags sem byggð er á aðalskipulagi og kveður á um nánari útfærslu þess. Ákvæði um deiliskipulag eiga jafnt við um þéttbýli og dreifbýli.

Stundum er talað um rammaskipulag sem er ekki hluti af lögformlegu skipulagi, heldur millistig á milli aðalskipulags og deiliskipulags. Rammaskipulag er gert m.a. til að fá yfirlit yfir stærri svæði.  Þegar stór svæði eru skipulögð er mikilvægt að sjá allt svæðið fyrir í heild sinni áður en vinna við deiliskipulag hefst. Með rammaskipulagi eru mótuð helstu áhersluatriði sveitarstjórnar varðandi yfirbragð byggðar s.s. þéttleika, íbúðasamsetningu og gatnakerfi.

 

Lög um mannvirki
Skipulagslög

Vefumsjˇn