Flřtilei­ir

Sta­ardagskrß 21 fyrir ═safjar­arbŠ

Sjálfbær þróun er þróun sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta sínum þörfum. 

   - Gro Harlem Brundtland, 1987.

 

Staðardagskrá 21 - bakgrunnur
Á heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Ríó 1992 samþykktu fulltrúar 179 þjóða ályktun sem nefnd hefur verið Dagskrá 21 (Agenda 21).
Þar er kveðið á um að sérhvert ríki skuli gera áætlun um þróun umhverfismála fram á næstu öld.

Áætlunin taki til vistfræðilegra, efnahagslegra og félagslegra þátta og hafi markmiðið um sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Ísland var eitt þeirra ríkja sem samþykkti
Dagskrá 21 á ráðstefnunni í Ríó. Hins vegar er þetta skjal ekki þjóðréttarlega bindandi, en litið er á samþykktina sem siðferðilegan og pólitískt bindandi gjörning.
Í kjölfar síðustu sveitarstjórnarkosninga var skipuð staðardagskrárnefnd í Ísafjarðarbæ sem tók formlega við starfi stýrihóps sem unnið hafði frá haustinu 1999
að undirbúningi SD21.

 

Áætlun SD21 fyrir Ísafjarðarbæ
Unnið er samkvæmt eftirfarandi áætlun:

 • Núverandi staða skilgreind
 • Sett eru fram markmið og áhrif þeirra á umhverfi og fjárhag skilgreind
 • Gerðar eru starfs- og tímaáætlanir
 • Áform í umhverfismálum eru framkvæmd
 • Starfið er endurmetið

Búið er að skilgreina núverandi stöðu og byrjað að skilgreina markmið og huga að framkvæmdaáætlun. 

Málaflokkar
Meðal þeirra málaflokka sem tekið er á eru:

 • Holræsi og fráveitumál
 • Úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum
 • Mengun
 • Gæði neysluvatns
 • Hávaði og loftmengun
 • Menningarminjar og náttúruvernd
 • Umhverfisfræðsla í skólum
 • Orkusparnaður
 • Varnir gegn meindýrum
 • Samfélagsgerð og lýðræði
 • Skipulagsmál/umferð
 • Ísafjarðarbær – opinber innkaup
 • Auðlindanotkun

 Sá heimur sem við höfum skapað með hugsun okkar, stendur frammi fyrir vandamálum sem við getum ekki leyst nema með nýrri hugsun.

- Albert Einstein

Vefumsjˇn