Flřtilei­ir

Byggingamßl

Skipulags- og byggingarfulltrúi er ritari skipulags- og mannvirkjanefndar og situr hann fundi nefndarinnar með málfrelsi og tillögurétt.

Skipulags- og byggingarfulltrúi annast sérafgreiðslur byggingarleyfisumsókna samkvæmt reglugerð nr. 112/2012.

Skipulags- og byggingarfulltrúi gengur úr skugga um að aðaluppdrættir séu í samræmi við gildandi skipulag, lög og reglugerðir og ákveður í samræmi við byggingarreglugerð hvaða hönnunargögn skulu lögð fram vegna byggingarleyfis og gengur úr skugga um að þau séu í samræmi við þær reglur er gilda um viðkomandi byggingu eða mannvirki og áritar uppdrætti um samþykkt á þeim. 

Skipulags- og byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfi og annast úttektir og eftirlit einstakra þátta byggingarframkvæmda, eftir því sem nauðsyn krefur, svo og lokaúttekt fullbyggðs mannvirkis og gefur út vottorð þar um.

Skipulags- og byggingarfulltrúi veitir Þjóðskrá Íslands upplýsingar, sbr. lög um skráningu og mat fasteigna.

Hann skal staðfesta allar eignaskiptayfirlýsingar um fasteignir. 

Skipulags- og byggingarfulltrúi annast útreikning gatnagerðargjalda, byggingarleyfisgjalda og annarra gjalda varðandi samþykkt byggingarleyfis og úthlutana lóða.

Embætti skipulags- og byggingarfulltrúi annast upplýsingargjöf um byggingarleg málefni til almennings og ýmissa opinberra aðila, þar með talið innan bæjarkerfisins.

Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur póstfangið bygg@isafjordur.is  

 Skipulags- og byggingarfulltrúi annast afgreiðslur byggingarleyfisumsókna samkvæmt byggingareglugerð nr. 441/1998 ásamt síðari breytingum.

"Óheimilt er að grafa grunn, reisa hús, rífa hús, breyta því að innan og utan, burðarkerfi þess, formi, svipmóti eða notkun þess eða gera önnur þau mannvirki sem falla undir ákvæði skipulags- og byggingarlaga nema að fengnu leyfi byggingarnefndar."

Flestar byggingar - framkvæmdir og verklegur undirbúningur þeirra eru byggingaleyfisskyldar en einnig aðgerðir sem ekki fela endilega í sér framkvæmdir, t.d. breyting á notkun húsnæðis.
Byggingarleyfi er heimild sem sveitarstjórn veitir til tiltekinna framkvæmda, oftast byggingarframkvæmda, sem ekki er heimilt að hefja fyrr en að útgefnu leyfinu.
Sveitarstjórn veitir byggingarleyfi, að undangenginni umsögn skipulags- og byggingarnefndar eða eftir atvikum skipulags- og byggingarfulltrúa.

Hvers konar byggingar ofan jarðar og neðan eru skv. 9. gr Mannvirkjalaga  eru byggingarleyfisskyldar. Þannig er óheimilt að grafa grunn, reisa hús, rífa hús, breyta því, burðarkerfi þess, formi, svipmóti eða notkun þess eða gera önnur mannvirki, sem ekki eru sérstaklega undanþeginn leyfisskyldu, nema að fengnu byggingarleyfi.

Dæmi um framkvæmdir sem háðar eru byggingarleyfi:
• Grunnur húsbyggingar.
• Húsbyggingar og fyrirkomulag á lóð.
• Niðurrif húsa.
• Breytingar á húsum (burðarkerfi, formi eða svipmóti, klæðning/einangrun utanhúss).
• Breytingar á notkun húsnæðis.
• Göngubrýr í þéttbýli.
• Sólpallar.
• Girðingar hærri en 1,8 m eða nær lóðamörkum en sem nemur hæðinni.
• Steyptir skjólveggir og varanlegar réttir.
• Sundlaugar og heitir pottar.
• Fjarskiptamöstur.
• Tengivirki.
• Móttökudiskar.
• Auglýsingaskilti.
• Önnur mannvirki sem ekki eru sérstaklega undanþeginn

Sérstakt leyfi þarf fyrir gámum, hjólhýsum, bátum og torgsöluhúsum utan svæða sem sérstaklega eru skipulögð fyrir viðkomandi starfsemi. (Umsókn um stöðuleyfi)
Staðfesting sveitarstjórnar um veitingu byggingarleyfis gildir í 12 mánuði. Ef byggingarleyfi hefur ekki verið gefið út innan þess frests, verður að sækja um leyfi að nýju.

Byggingarframkvæmdir verða að hefjast innan 12 mánaða frá dagsetningu byggingarleyfis. Að öðrum kosti fellur leyfið úr gildi. Byggingarframkvæmdir teljast hafnar þegar undirstöður hafa verið steyptar eða þegar byggingarfulltrúi hefur lokið úttekt á a.m.k. einum úttektarskyldum verkþætti.

Ef byggingarframkvæmd stöðvast í a.m.k. eitt ár getur byggingarnefnd fellt byggingarleyfi úr gildi.

Sá sem óskar byggingarleyfis skal senda um það skriflega umsókn til byggingarnefndar ásamt nauðsynlegum hönnunargögnum og skilríkjum.

Byggingarleyfi er gefið út þegar bæjarstjórn hefur staðfest samþykkt byggingarnefndar og álögð gjöld hafa verið greidd eða samið um greiðslu þeirra.

Nágrannakynning/Grenndarkynning
Þegar sótt er um leyfi í þegar byggðu hverfi og deiliskipulag liggur ekki fyrir eða um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skal skipulags- og mannvirkjanefnd fjalla um málið og láta fara fram grenndarkynningu áður en það hlýtur afgreiðslu.
Nágrannakynning felst í því að nágrönnum, sem hagsmuna eiga að gæta er kynnt málið og gefinn kostur á að tjá sig innan ákveðins frests sem skal vera a.m.k. 4 vikur. Að þeim fresti liðnum og þegar niðurstaða skipulagsnefndar liggur fyrir skal byggingarnefnd taka málið til afgreiðslu.
Þeim sem tjáðu sig um málið skal tilkynnt um niðurstöðu skipulags- og mannvirkjanefndar.

Gjöld
Við samþykkt byggingarleyfis, bæði nýbyggingar og viðbyggingar, eru lögð á ýmis gjöld samkvæmt gjaldskrá og eru þau eftir atvikum gatnagerðagjöld, byggingarleyfisgjöld, heimæðagjöld vatnsveitu, heimæðagjöld frárennslis, mælingargjöld, úttektargjöld og gjöld fyrir fokheldisvottorð og lokaúttektarvottorð.

Vi­bur­adagatal
« Nˇvember »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Vefumsjˇn